Forsíða

Þarftu að láta mála hjá þér?


Litbrigði tekur að sér alla almenna húsamálun, húsgagnamálun og einnig skiltamálun.

Fagmennska, vönduð vinnubrögð og lipur þjónusta
Litbrigði er málningarfyrirtæki sem hefur starfað í yfir 20 ár. Fyrirtækið hefur tekið að sér málningarvinnu í stórum og smáum byggingum, ýmist eitt eða í samvinnu við byggingaverktaka og fyrirtæki sem sinna utanhússviðgerðum. Litbrigði hefur einnig málað fyrir fjölda fyrirtækja, s.s. fjölbýlishús, hótel, verslanir, heilsuræktarstöðvar, veitinga- og skemmtistaði og tryggingafélög. Litbrigði tekur einnig að sér málun og viðgerðir fyrir einstaklinga, jafnt innandyra sem utan.


Við gerum föst verðtilboð þér að kostnaðarlausu
Kostir við fagmenn
Kostirnir við að láta fagmenn vinna verkið eru ótvíræðir. Þú gengur út frá því að verkið verði unnið að þínum óskum. Eingöngu hágæða efni notuð við réttar aðstæður hverju sinni.
Hjá Litbrigðum starfa tveir löggildir málarameistarar. Allir starfsmenn fyrirtækisins leggja allan sinn metnað í að skila vönduðu verki.

 

 

Vættaborgir 61|112 Reykjavík | Kristján GSM 697 9000  | litbrigdi@litbrigdi.is

www.litbrigdi.is